föstudagur, febrúar 25, 2005

Nokkrar myndir og smá update

Hellú kæru lesendur,
vegna mikilla anna hef ég ekki haft mikin tíma til að blögga en ákvað samt að skella hérna inn nokkrum myndum frá bifróvision sem var by the way algjör snilld.

Hérna erum við Anna með þeim félögum Helga og Finn

Varmalandsgosarnir

Frænkurnar

hérna er ég að rústa Helga í steinn, skæri og net
Súrsætar eru á leið í sveitasæluna í þessum rituðum orðum bæði að sunnan og vestan, ég er búin að vera á fullu í dag við að gera heimilið gestkvæmt og svo er bara verið að fara að kveikja upp í grillinu. Hef ekki trú á öðru en að helgin verði hin besta enda er búið að vera mikil stemming í hópnum og hlakka ég mjög til amacing race sem á víst að hefjast í kvöld, fyrsti ratleikurinn sem ég fæ að taka þátt þar sem ég hef alltaf verið að skipuleggja þá.
Tók reyndar smá forskot á helgina í gærkveldi þegar hópefli var í gangi í hóp LC og var hittingur, matur og singstar og var þetta hin besta skemmtun og þó ég sé búin að fara í mörg góð sing star partý þá var þetta það allra besta, skelli inn myndir af því síðar.
Jæja best að fara að undirbúa grillið svo allt verði nú til þegar drottningarnar mæta á svæðið.
auf widersen....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað þetta hljómar vel! Ohhh hvað ég væri til í að koma í heimsókn í sveitasæluna... Þú verður bara að vera þarna næsta vetur líka, ekki spurning! Góða skemmtun um helgina og kveðjur til allra súrsætu :)
Elín.

11:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Á ég að trúa því að þið séuð búin að draga ykkur úr blakmótinu?!
Anna Fía

11:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home