mánudagur, október 04, 2004

Styttist óðum- aðeins 11 dagar!!!

Jæja það er nú langt síðan síðast, og mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.
Síðasta vika var nú svona frekar auðveld í restina, eftir prófin á mánudag og þriðjudag og var tíminn sem mar átti til aflögu sko ekki notaður til lærdóms (ég er sko ekki svo skynsöm, langt því frá). Við skelltum okkur nú í Nesið á miðvikudag og eyddum þar talsverðum peningum, enda splæstum við í veglykil í göngin, hann er nú næstum bara gefins. Ákváðum einnig að splæsa eitt stykki dvd-spólu og njóta þess að horfa á hana um kvöldið án þess að vera með bullandi samviskubit, man ekki einu sinni hvað myndin heitir sem við tókum, hefur ekki verið betri en það.
Svo var það bara Reykjavík á fimmtudag eftir skóla og var brunað beint í krimmahverfi borgarinnar, breiðholtið og töfraði Bjarni fram þennan indælis tælenska mat, sem bragðaðist nú betur en það sem við Sirrý fengum hjá Nong í London fyrir nokkrum árum, þurfti ekki að fara á KFC núna. Var svo skellt sér í bíó á collateral með Tom Cruise og get ég mælt með henni við lesendur þessara síðu.
Home sweet home á föstudag, flaug vestur með skærin með í för og var lítið annað gert en að laga hárlubban á vinum og vandamönnum.
Kíkti líka á Tarsan litla og fjölskyldu á laugardaginn og er ekki annað hægt að segja að hann sé BARA sætur, og gaman að sjá hvað stóri bróðir er stoltur og góður við hann.
Ótrúlegt en satt þá var eitthvað tvísýnt með flug í gær eins og alltaf þegar ég er á ferðinni en það var nú flogið sem betur fer, þannig að allt er gott sem endar vel!!
Nú er ég bara mætt í skólan aftur, er á fyrirlestri um vef alþingis núna, brjálað fjör en þetta er mjög mikilvægur tími því við fáum 7,5 í verkefni vikunnar í almennri lögfræði fyrir að mæta og getum hækkað okkur með því að reifa 20 bls dóm (ekki halda að þetta sé alltaf svona auðvelt, nei þvert á móti).
Fékk útúr reikningshaldsprófinu mínu í morgun og ég fékk hærra en ég bjóst við en samt ekki nógu gott, lægsta einkunin hingað til.
jæja ætla að fara að fylgjast með en aldrei að vita nema mar skrifi eitthvað meira fljótlega, þegar ég er búin með öll 4 verkefnin sem liggja fyrir núna.
until later......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home