laugardagur, febrúar 17, 2007

hætt hér í bili,,,,

allavega á meðan ég er í Kína....
hef heyrt að kínverjar séu ekki hrifnir af blogspot...
en ekki örvænta....
komin með nýja síðu....


http://halldorabr.bloggar.is

lofa engu um hve dugleg ég verð, en reyni að vera duglegri...

auf widersen...

fimmtudagur, janúar 18, 2007

VARÚÐ!!Virkilega LÖNG færsla á ári apans!

hallú allesúsmannen og gleðilegt ár.

Já ég veit að ég er ekki sú duglegasta að blogga frekar en fyrri daginn, en svona er þetta bara....
Nú aðalfréttin síðan síðast er auðvitað blessaða jólabarnið sem varð næstum því að nýársbarni, en snúllan kom í heiminn á annan í jólum og er að sjálfsögðu yndislegasta barn sem til er

Hér er hún u.þ.b. tveggja daga gömul.

Hún hefur ekki fengið nafn enn, þar sem foreldrarnir eru í einhverjum vandræðum með að finna það, en ég stakk nú upp á Petrólínu á laugardag, en ekki við góðar undirtektir en mun ég væntanlega kalla blessað barnið það þanngað til hún fær nafn til að reyna að pressa aðeins á foreldrana svo nafnið verður komið áður en ég fer hinum megin á hnöttinn.

Hér er prinsessan komin í alvöru prinsessukjól á gamlárskvöld

En svona frá síðast hefur nú ýmislegt verið brallað eins og fram kom í síðasta bloggi og ætla ég að skella inn nokkrum myndum, því eins og ég hef áður sagt, segja myndir meira en nokkur orð.
Hér koma nokkrar skemmtilegar af afmælinu hennar Brynju:







Svo var það hótel hekla en þar var farið í lazer tag

og það var sko alls ekki leiðinlegt, en ég læt nú vera að tala um villibráða”hlaðborðið” sem var svo í boði.

Nú helgina á eftir ( ég lifi sko bara á helgum eins og þið hafði eflaust tekið eftir) var það hátíðardinner LD3 sem heppnaðist líka svona vel og eiga margar góðar heiðurskonur heiður skilið fyrir planið á þessu, Sonja fyrir skipulagninguna og Guðrún, Kollý og Ása fyrir punktana sem gerðir voru um fólk. Bendi ég sem flestum á að kíkja á síðuna hennar Brynju til að lesa þennan skemmtilega annál sem gerður var, sem gæti reyndar falið í sér smá einkahúmor en engu að síður frábært hjá þeim stöllum.

Hér koma nokkrar myndir og vonandi sýna þær hvað þetta var geggjað kvöld og var þetta ekki slæmur endir hjá okkur sem erum búin að vera þarna í næstum þrjú ár (sumir lengur) saman í skólanum.











Nú ég kláraði svo bara minn tíma á röstinni og brunaði westur í sæluna með Kötunni minni og það var tekin góð afslöppunarhelgi á ísó, en svo tók við ritgerðarskrif og rækt... þangað til mér tókst svo skemmtilega að togna eða e-ð skemmtilegt í bakinu svona korter í jól, sem skemmdi allveg þorláksmessustemmarann hjá mér og ég varð bara að fara snemma heim úr bænum á þorlák, ekki sátt ég.
En jólin liðu að sjálfsögðu og kærar þakkir fyrir pakkana og kortin sem ég fékk en það var þó einn pakki sem stóð upp úr og það var frá Vallargerðishjúunum, og var það að mig minnir 10 eða 11 pakkar fyrir Kínaferðina mína miklu, og var mikið hlegið á mínu heimili þegar ég tók upp þann pakka.

Áramótunum var eytt í borginni og var það bara fínasta tilbreyting að mínu mati. Ég byrjaði svo að vinna í smáralindinni í fullri vinnu þann 3 jan og verð þar meira og minna (fyrir utan smá tíma við ritgerðarsmíði og rækt) þangað til ég fer út. ÚT segiði.... já ég geymi það besta þangað til í lokin, en loksins er komin tímasetning með kínaferðina okkar.. en ferðaplanið er loks komið á hreint. Við Brynja munum yfirgefa klakann þann 26. feb kl 7:15 og fljúga til Betu og Kallalands og lenda þar um 10:10. Nú kl:14:35 munum við skella okkur upp í lest til leeds að kíkja á Sellu frænku og Kristian og krassa hjá þeim í eina nótt áður en við höldum aftur til London. Skellum okkur á hótelið og thjillum eitthvað sniðugt á þriðjudeginum en á miðvikudeginum kemur svo restin af ferðafélögunum og við munum að sjálfsögðu gera e-ð skemmtó í london. Svo er það stóri dagurinn...en þann 1 Mars kl 14:30 förum við í flug til Kína sem er by the way ca 12 klukkutímar og munum við lenda í Shanghai þann 2 mars kl 9:45 að staðartíma og þá hefst ævintýrið. Semsagt mikið búið að vera að plana og eitthvað eftir, samt misskemmtilegt, en ég á t.d. að fara í sprautuR á næsta þriðjudag og bíð þvílíkt spennt eftir því, sérstaklega þar sem ég þarf sennilega að fara tvisvar aftur áður en ég fer út...en hvað leggur mar ekki á sig.
Heimferðin er svo plönuð 13 júní og þá er stóra spurningin hvað tekur við þá????
Ég þykist nú vera soldið skipulögð eða svo hefur mér verið sagt, og vill helst skipuleggja mig soldið fram í tímann, en svo skjóta nýjar hugmyndir upp kollinum og ég veit barasta ekki í hvorn fótinn ég á að stíga hreinlega. Þannig er ástatt fyrir mér núna og ég snýst eiginlega bara í hringi og ég vil helst ákveða þetta í gær, ekki seinna, en svoleiðis virkar það ekki og ég þarf bara að fara að leggjast undir feld með þessar pælingar mínar....

En þetta er basicly hvernig líf mitt er búið að vera síðan síðast..spennó....eða kannski ekki!!
En þetta er allavega met ef einhverjir eru enn að lesa og vil ég óska þeim hjartanlega til hamingju með að hafa komist í gegnum þetta bull mitt.

Auf widersen....

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Prófblogg

halló halló

jæja Mattý, ég skelli inn einu bloggi bara fyrir þig:)
ekki það að ég nenni ekki að læra undir ALLRA síðasta prófið mitt hérna á Bifröstinni (skulum allavega vona það) sem er fáranlegasta próf sem ég hef farið í, en við skulum nú ekki vera að spá í því hérna á veraldarvefnum.
En ég er semsagt búin í síðasta fyrirlestrinum mínum hérna, og nú er það bara ritgerðarsmíði sem tekur við eftir prófið á þriðjudag!! Komin reyndar smá pressa á mig þar sem ég er komin með gott loforð um vinnu í bænum eftir áramót,í janúar og febrúar áður en ég fer út, og því verð ég að fara að spýta í lófana með þessa ritgerð.

Annars er nú bara lítið að frétta hjá mér, helgarnar búnar að vera frekar busy, en þegar mar er að vinna svona aðra hverja helgi eru hinar helgarnar fljótar að fara.
en þetta er svona í grófum dráttum það sem ég er búin að aðhafast síðan síðast...

-keyra vestur á firði á sumardekkjum um miðjan október, klukkutíma eftir að ég fór þorskafjarðarheiðina á kagganum varð hún ófær...

-fór á árshátíð hjá landsbankanum, þar sem Bubbu var sárt saknað:), en geðveik árshátíð engu að síður, en mér tókst að gera nýja kjólinn og hvítu slæðuna rauðvínslegið með eindæmum. En það er nú gott að þekkja einhverja háttsetta í þvottahúsunum í bænum:) og bæði kjólinn og slæðan eru eins og ný.

-fór í ammæli til Önnu eftir árshátíðina, en þar sem mér tókst að hella líka einhverju af rauðvíninu ofan í mig, var ég í frekar annarlegu ástandi og fór snemma heim.

-Gengið í Framsóknarflokkinn...jáhá hver átti von á þessu!

-Haldið partý, þar sem ég þekkti ekki helminginn af fólkinu sem var heima hjá mér:(

-Fór í bústað með góðum gellum fyrir austan, meikaði 5 tíma í pottinum og fór langt upp í mitt eigið pottarmet, sem er 12 tímar að ég held í pottinum hjá ömmu og afa á Barðaströnd í denn.

-Fór í mat til Sollunnar þar sem ég fékk hina dýrindis köku....og náði að koma sófanum mínum út.

- Fékk Visað mitt til Kína, þannig að nú verður ekki aftur snúið.

- læra... læra... og læra...

-Fór í tvö próf, og búin að fá eina einkunn:)

-Lagt af stað í blindbyl upp á Bifröst um miðja nótt eftir gott spilakvöld í engihlíðinni þar sem Birna bauð upp á vatnsheld UNO spil, sem mátti dýfa ofan í bjór.

-Snúið við eftir hálftíma keyrslu í blindbyl á Kjalarnesinu, en það tók mig tíu mínútur eftir að ég ákvað að snúa við, að finna út hvar ég gæti snúið við.

-Horft á reykvíkinga sem kunna ekki að keyra í snjó. Hjálpaði konu á fastri toyotu rav4, með því að ýta á bílinn og fór svo upp í minn fjallabíl og keyrði út af sama stæði:)

-Fór úr blindbyl í Reykjavík í góða veðrið í Borgarfirðinum, þar sem sést varla snjór.

já eins og þið sjáið lesendur góðir hefur verið mikið að gera hjá mér og þá sérstaklega í lærdómnum, hóst.. hóst.. en síðustu tvær vikur hafa farið í svona plat lærdóm, en þá þykist ég vera að læra undir próf en finn mér alltaf eitthvað annað að gera, eins og t.d núna...

Framundan hjá mér:

-afmælispartý hjá Brynju á föstudag hér á röstinni og ég á von á nokkrum góðum gestum úr borginni.

-Hótel Hekla á laugardaginn, jólahlaðborð með bankanum fram á sunnudag, verður örugglega ekki slæmt. spurning um að halda sig bara í hvítvíninu!

-Hátíðardinner hjá LD3. Miðað við síðasta skipti sem ég fór á skrall með þessu liði er gáfulegra að ég verði edrú í þetta skipti.. enda vinnuhelgi hjá mér.

-Fer Vestur í jólafrí, tek Kötuna með mér en skila henni þó aftur til borgarinnar eftir tvo daga. En geggjuð helgi í jólaundirbúningnum á Ísó í vændum.

Já svona er nú það, ég er þá kannski búin að fría mig frá bloggi næsta mánuðinn...
en aldrei að vita þegar ritgerðin kemst á flug, þá er nú gott að taka sér kannski blogg pásu annað slagið, þarf líka að fara að henda inn myndum. en það verður næst...

jæja ég ætla að halda áfram að læra undir þetta yndislega fag....

auf widersen...

fimmtudagur, september 28, 2006

Jæja kannski tími á nýtt blogg....

Góða kvöldið kæru hálsar
ég lofaði víst bloggi fyrir svolitlu síðan, en þið vitið hvernig þetta er, brjálað að gera í skólanum alltaf hreint...NOT... eða allavega ekki hjá mér, það er komin ritstífla í ritgerðina og hún kom ansi snemma eða aðeins eftir 2 bls og hefur staðið í þónokkurn tíma, en ég er komin með frest fram í byrjun mars til að skila svo...u know, verður sennilega skrifuð öll síðustu tvær vikurnar í feb ef ég þekki sjálfan mig rétt.
En annars er skólinn byrjaður og ég verð eiginlega að segja að þetta sé lúxuslíf alla daga nema þriðjudaga, en þeir dagar eru í lengri kantinum eða frá 9:30 (ójá það er sko erfitt að vakna þá) til kl átta um kvöldið þegar ég kem heim af blakæfingu, en þá er vanalega brunað á gettu bifröst sem er búið um kl 22. Eeeeen það er nú allt í góðu því ég er í fríi á miðvikudögum, þannig að ég get jafnað mig á þessari brjálæði sem fylgir þriðjudögunum. Svo er skóli frá kl 13 - 15:30 á fimmtudögum og frí þar fyrir utan. Ég er semsagt í þrem fögum sem skiptast á tvo daga en svo á ég að vera að skrifa ritgerðina þess á milli, en þar kemur ritstíflan til sögunnar.

Allt að gerast í skiptináma planinu, við erum búin að fara og tala við alþjóðafulltrúan og fá umsóknir í hendurnar en þurfum AÐEINS að skila 6 passamyndum þannig að þið vitið hvar þið eigið að leita af mér á helginni, í smáralindinni eða kringlunnu í svona kassa að reyna að fá almennilegar myndir fyrir kínverjana. Þetta er búið að vera þvílíka púslið að reyna að passa upp á einingarnar okkar þar sem við útskrifumst þegar við komum heim (en komumst að því í gær að við útskrifumst ekki í sjálfri útskriftinni því einkunnirnar verða ekki komnar að utan). Einnig þurfum við Helgi að passa upp á að vera með 60 lögfræðieiningarnar þar sem við stefnum bæði á ML og er það soldið sorglegt að segja frá því að þegar ég get ekki sofnað þá fer ég ósjálfrátt að telja einingarnar okkar, og í eitt sinn hrökk ég upp við það að við hefðum talið einingarnar hans Helga e-ð vitlaust og fór allveg í mínus við það. Soldið slæmt að ég sé að missa svefn yfir hans einingum en ekki mínum:( Brynja þarf nú ekki að spá í þessu þar sem hún ætlar ekki í ML-inn. Hanna og Ingvar eru einmitt úti núna að kanna ástandið fyrir okkur og er bara gaman að fylgjast með ævintýrum þeirra á netinu.
Annars er þeirra sárt saknað á þessum bænum enda er ég eiginlega flutt inn á strákana í útg. 1 og þeir þora ekki öðru en að bjóða mér í mat annars slagið


Sjáið hvað þeir eru myndarlegir þessar elskur...

En well well ég er að hugsa um að reyna að fara að læra aðeins, svo ég geti verið í fríi um helgina þar sem mor & far eru að koma í bæinn.
Aldrei að vita nema ég skelli inn myndarbloggi á næstunni!!!!


auf widersen....

sunnudagur, ágúst 20, 2006

SUMARIÐ Í MÁLI OG MYNDUM

Hæ hæ og hó

Ég nenni minnst að blogga núna en ætla að skella inn hjápunktum sumarsins í myndum.
2 vikur í skólann og þá lofa ég bloggi í málum og örugglega fleiri myndum.

En gjöriði mér bara svo vel.... trallala...

Byrjum á rafting og útilegu með Aldísi, ...


... Stjána, ...

... Dísu, ...


... og fleiri bifrestingum

Við Dísa vorum MJÖG nálægt því að drukkna í ánni en þrátt fyrir það var þetta geggjuð helgi í alla staði.

Seinni partinn í Júlí fékk ég heimsókn frá góðu fólki...


... og það var að sjálfsögðu farið í strandblak ...


... og á djammið ...


... þar sem var brjálað fjör og...


...sumir voru eins og þeir hefði sloppið út af hæli.


Næst er það versló en þá var troðið vel í bílinn...

... og lagt á stað á “floppað á Flókó”. Beðið eftir ferðalöngunum úr borginni, ...


...sem komu svo loks á endanum.


Margt var brallað í rigningunni, að sjálfsögðu var spiluð tía...


... og heimsótt Kollu á Þorpinu og rifjaðar upp góðar stundir frá því á “poppað á patró” í fyrra ...


... og að lokum var “leitað að Látró” og ótrúlegt en satt þá fannst bjargið



Næst var það Mýrarboltinn þar sem við Gleiðikonur tókum þátt...


... ásamt ofurkonum.


Hérna erum við að keppa við Sunnu og co. í Ýsunum, sem við btw. unnum 1-0

Brynja stóð sig ansi vel í markinu og passaði vel upp á boltann.


En í úrslitaleiknum töpuðum við víst 1-0 eftir vítaspyrnu á móti Helgu og co. í gleðisveit Gaulverjahrepps ...


... og urðum víst að sætta okkur við silfrið ...


... en við Bubba og Sirrý brostum bara okkar blíðasta í gegnum tárin.



Síðast en ekki síst var það lokahóf OK, sem var geggjuð óvissuferð sem byrjaði með fordrykk í neðsta kaupstað ...


... síðan var farið á sjóinn ...


... þar sem var brjálað fjör ...


... svo var farið að veiða ...


... fiskurinn beit víst bara á hjá sumum, ekki það að ég muni tjá mig meira um það hérna!


Síðan var farið í fótbolta og boðhlaup og að sjálfsögðu var nammiregn, þó það hafi verið með aðeins öðruvísi hætti en mar er vanur, en því miður á ég engar myndir af því
Skelltum við okkur svo á kjallarann þar sem biðu okkur pizzur og var þar mikið stuð, sungið, trallað...


... og dansað upp á borðum, þó ekki hafi verið hátt til lofts.


Og að lokum skelltum við okkur á sálarball í víkurbær ...


... þar sem sumir voru í meira stuði en ...


... aðrir!


Jæja hérna lýkur svo sögu minni um sumarið 2006 og mun ég lofa bloggi aftur þegar skúlen hefst eftir 2 vikur þar sem ég hef örugglega ekkert að gera þá, nema skrifa eina litla ritgerð og taka eitt fag!

Auf widersen...

miðvikudagur, júní 14, 2006

Smá update... með myndum...

Jæja jæja, orðatiltækið betra er seint en aldrei á víst vel við núna:)
Í síðasta bloggi "lofaði" ég bloggi eftir tvær vikur en ekkert gerðist og sjálfsögðu er til eðlileg skýring á því: í hinum tveim fögunum sem ég tók á sumarönninni voru engin lokapróf, heldur voru þetta próflausir áfangar, þar af leiðandi þurfti ég ekki að finna mér eitthvað annað að gera en að læra undir próf og því bloggaði ég barasta ekki neitt. Að sjálfsögðu var ég mjög upptekin af náminu eins og ég veit að þið trúið öll, en ég tel sjálfri mér allavega trú um það, ég er náttlega ekki nörd fyrir ekki neitt:)
Helgin á Blöndósi var náttlega bara snilld og að sjálfsögðu var skellt sér á Árbakkann þó saknaði ég Kötu og kaðlapeysunnar, en við frænsystkinin skemmtum okkur hið besta þetta kvöld.

Afskaplega góð mynd af okkur, Þórarinn, ég og Kiddi

Sumarönninni minni er að mestu leyti lokið, eða allavega þeim hluta sem ég er í skólanum og er ansi gott að vera komin í smá "sumarfrí" frá þessu öllu. Þó er ég fegin að ég dreif mig í þessu fög þar sem ég komst allavega að því að svona námsfyrirkomulag á ansi vel við mig, því einkunnirnar hafa ekki verið að verri endanum fyrir þessu fög og verð ég nú að monta mig af því að ég fékk mína fyrstu 9,5 núna. Veðrið í mai var ekki til að skemma fyrir og gerðum við útgarðsliðið ýmislegt okkur til skemmtunar. Skelli hérna inn nokkrum myndum:
Fórum að stökkva af kletti í paradísarlaut í frábæru veðri,vatnið var reyndar í kaldara lagi en þetta var frekar geggjað.

Ingvar að stökkva

Helgi stökk með tilþrifum

Finnur líka, ég er að reyna að mana mig upp í að stökkva...

Loksins þorði ég og sá ekki eftir því

Afmæli Ingvars, lokablakpartý og eigtees ball:

Afmælisbarnið með smá ræðu eftir stórfengilegan afmælissöng, skil ekki allveg hvað við erum að gera í blakinu, ættum frekar að stofna kór

Það er eins og mig minnir að þessi mynd hafi verið sviðsett, en þó þarf það ekki að vera þar sem Ingvar var mjög hress þetta kvöld og sýndi góða takta á dansgólfinu með ákveðni manneskju...

Ég, Mattý og Hanna. Sjáið hvað við Hanna erum oboðslega "móðins" eitthvað við hliðin á Mattý:)

Hérna erum við sambýlingarnir í góðum gír, frekar fyndin mynd þó, Hanna í fýlu, ég er með sólheimabros og Ingvari líst greinilega ekki á ástandið á mér!
Daginn eftir geimið var svo geggjað veður og var dagurinn sko nýttur í blak og sundferð, ekki slæmur þynnkudagur það:)

Strandblak í þynnkunni, gæti ekki verið betra

Smá hvíld á milli leikja.

Ég ætla að láta þetta vera af update í bili en skelli inn einhverju meira við tækifæri og fleiri myndum, jú þar sem myndir segja meira en nokkur orð.

auf widersen... að sinni...