miðvikudagur, mars 09, 2005

Og besti bloggarinn er........Halldóra!

Já ég veit, ég hef sko ekki verið að standa mig nægilega vel í blogginu undanfarið.
Ástæðan er samt einföld, það er bara búið að vera klikkað að gera hjá mér og lítill tími fyrir annað en námið en nú eru komnir nýr tími og álagði farið að minnka (allavega fram að prófum, eða eftir rúmar 3 vikur) og ég get glatt alla fimm lesendur þessara síðu að ég mun vera duglegri að bulla hérna.
Frétti samt að því að mar verður víst að fara að passa hvað skrifað er á svona síður svo DV taki það ekki og skelli því inn í frétt hjá sér, ekki að það séu miklar líkur á því, en hvað veit mar, Bifröst er búið að vera ansi mikið í fréttunum undanfarið.
En jamm og jæja, síðast þegar ég bloggaði var ég að bíða eftir súrsætu gellunum en þær mættu á svæðið á föstudeginum og voru fram á sunnudag og verð ég að segja að þrátt fyrir að ég kom ekki nálægt skipulagningunni á þessari ferð var þetta sú besta hingað til og verður erfitt fyrir næstu skipuleggjendur að toppa þetta!
Það var skipt í lið í survivour saumo á föstudeginum með því að draga húfur og var þá hópurinn búin að skipta sér í bláa og græna liðið og strax komin mikill keppninsandi í mannskapinn og strax byrjað að plana e-r herbrögð sem beita átti í leiknum. Hér má sjá liðin:

hér er að sjálfsögðu bláa liðið, sem var allavega með meiri stíl

hér er svo græna liðið, vantar gjörsamlega allt stílbragð yfir
Hér eru svo stjórnendur leiksins sem eiga gott hrós fyrir frábæra helgi.
Liðakeppnin varð nú ekki langlíf því eftir fyrsta hlutan datt einn út og eins og í alvöru survivior sameinuðustu liðin og úr varð einstaklingskeppni. Gekk þessi keppni mikið út á hlaup og drykkju (þamb og skot) auk þess sem átti að búa til skutlur úr blaði og hitta í rólur. Því miður tókst mér ekki að sigra að þessu sinni, varð að lúta í lægra haldi fyrir Sirrý G á endasprettinum en mun ég koma tvíefld til leiks í næstu ferð, og munu vera stanslausar æfingar, bæði í drykkju og hlaupi fyrir þá ferð! En ég mæli ekkert sérstaklega með þessu saman enda þurftum við báðar aðeins að létta á okkur eftir átökin, ekki gott að hlaupa einhverja spretti og þurfa svo að þamba eitt stykki breezer eða bjór.
svo um kvöldið var komið okkur á óvart með singstar og einhvernvegin tókst mér alltaf að vera í siguliðinu þrátt fyrir að vera þekkt fyrir afspyrnuslaka sönghæfileika, en sumir voru bara wannabe í singstar, held að þeir þurfi að fara að æfa sig eitthvað meir!
Aldrei að vita nema ég skelli inn fleirum myndum af þessari snilldarhelgi síðar.


Síðasta helgi var frekar róleg, missó matarboð á föstudag hjá okkur og svo idol á kaffihúsinu. Afrekaði það að eyða 12 tímum á blakmóti á laugardaginn án þess að taka þátt, en þar sem við stelpurnar drógum okkur úr keppni á síðustu stundu var ekki annað hægt en að mæta og styðja strákana, sem stóðu sig bara ágætlega.

hér eru þeir í fallega grænu búningunum sem við eigum.
Sigurvegarar helgarinnar voru þó ÍKÍ gellurnar (og Bubba) en þær fóru heim með brons, geri aðrir betur!
Jæja þetta er nú orðið lengsta blogg í minni bloggsögu og held ég að ég láti bara staðar numið hér í bili...but i´ll be back!
auf widersen.....

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ gella, vildi bara kvitta fyrir innlitið......maður er sko farinn að sakna þín helling, og eins gott að það er stutt í páskana.....gangi þér rosa vel í skólanum, knús frá hinum stílistanum

11:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Halldóra, ég bara verð að hrósa þér og þínum fyrir sérstaklega svona creative drykkju. Það er ekki bara dottið í það, nei, það eru drykkir í allskonar litum og útfærslum, þemapartý og ég veit ekki hvað og hvað... þetta survivor-dæmi slær nú alveg allt út, þvílíkt sniðugt!
Kiddý
p.s. sýnist þetta vera Bjössi frændi hans Tóta þarna númer 18, er það ekki?

12:29 e.h.  
Blogger Halldora said...

já við vinkonurnar höfum nú ekki verið þekktar fyrir annað en litríka drykki í gegnum tíðina,í gamla daga keyptum við áfengi út frá litnum ekki bragði. já survivor var bara snilld og eiga Heiða og Harpa mikið hrós fyrir. En mér finnst nú að þú Kiddý hefðir getað komið með einhverja hugmynd fyrir mig af búning þar sem þú ert jú fatahönnuður!
En nr 18 heitir allavega Bjössi og er þá væntanlega frændi hans Tóta.

4:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home