miðvikudagur, október 13, 2004

Allt að verða brjálað í Stóru skógum 9

Jæja þessi spennusaga sem heldur landanum í spennu ætlar engan endi að taka.
Ég var búið að ákveða í gær eftir að við fórum með Heiðu blessunina í himnaríki og ekkert heyrðist né sást til músar í gær, að þetta væri bara búið......en aldeilis ekki!!
Í morgun þegar ég kom fram var hún Lóa mætt á svæðið, en ólíkt hinum tveim vinkonum sínum þá var hún dauð þegar við komum fram, fór í felluna og dó bara mjög snyrtilega eins og þessar fellur eiga að gera. Ekki miskilja mig, mér finnst ekkert snyrtilegt við það að það sé dauð eða lifandi mús í eldhúsinu hjá mér næstum á hverjum morgni er ég kem fram, ég er eiginlega búin að fá mig fullsadda af þessu. Nú er sko komin tími á aðgerðir, þá meina ég aðrar en þessar gildrur enda fer ég fljótt á hausinn ef allur peningurinn sem ég fæ í námslán fer í að kaupa gildrur. Planið er að fara að tala við Kristján umsjónarmann og tékka hvort þær eru að komast einhversstaðar inn, því ekki erum við að hleypa þeim inn um dyrnar núna síðust viku, svo mikið er víst. Næsta plan er að fá sér svo kannski bara kött, en það verður skoðað betur síðar.
Eitt er allavega víst, ég ætla ekki að búa svona í allan vetur. ARG
En ég ætla að halda áfram að fylgjast með þessum ofurskemmtilega fyrirlestri, varð bara að skella þessu inn þar sem ég veit að þið eruð að bíða eftir nýjum sögum.

ps: tveir dagar í ameríku!!!!jibbí

until later.......

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

He he ...mér finnst að það eigi að lesa þessar músaveiðisögur upp, því þær eru alveg brilllllljant!!!!
En þú getur huggað þig við það að þú verður laus við þær yfir helgina, allavega á meðan þú röltir um MALL of AMERIKA......suss, en hafðu það gott gella. Hlakka til að sjá þig
Kv
Eyrún

11:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home