miðvikudagur, október 19, 2005

Nýjasta nýtt

Hellú, þá er mar komin heim úr ferðinni miklu og hún var nú bara skemmtileg. Vil ég taka það fram að ég er mjög fúl út í alla sem voru að skoða mblogið mitt án þess að commenta, þar sem ég veit að fullt af fólki sem skoðaði þetta en það voru aðeins Anna Fía og Sirrý sem commentuðu, takk fyrir það stelpur!
Annars er nú lítið að frétta héðan, nema þessa stundina er ég í ömurlegu skapi og fúl og pirruð út í skólayfirvöld í þessum blessaða skóla sem ég er by the way að borga morðfjár fyrir að fá að vera í.
En ég ákvað að taka þátt í þessu nýjasta á blogginu, einhverjar staðreyndir um stað og stund:

Núverandi tími: 17:05
Núverandi föt: gallabuxur og puma bolur og allt þetta venjulega
Núverandi skap: pirringur dauðans
Núverandi hár: nýlitað og klippt
Núverandi pirringur: út í skólayfirvöld í þessum helv, skóla
Núverandi lykt: happy heart frá clinique
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera núna : læra undir rekstrarhagfræðipróf
Núverandi skartgripir: hringir og eyrnalokkar
Núverandi áhyggja: að ég komist ekki í almennilegan missó hóp
Núverandi löngun: að hætta í þessum skítaskóla
Núverandi ósk:að fyrir einhverja skemmtilega tilviljun,hverfi næsti visareikningur
Núverandi farði: rest af púðri og maskara síðan kl níu í morgun
Núverandi eftirsjá: að hafa ekki keypt mér brún leðurstígvél í hamburg
Núverandi vonbrigði: að hafa farið í þennan skóla
Núverandi skemmtun: get ekki sagt að það sé einhver skemmtun í gangi, nema blak á morgun
Núverandi ást: elska bara allt í kringum mig eða þannig akkúrat núna
Núverandi staður: herbergi 22 í útgarði 2
Núverandi bók: ætti að vera rekstrarhagfræði en er Et nyt liv
Núverandi bíómynd: er byrjuð að horfa á man on fire, á eftir að klára hana
Núverandi Íþrótt: blak, var reyndar búðarráp og pöbbarölt í síðustu viku
Núverandi Tónlist: á móti sól
Núverandi lag á heilanum: wake me up when september ends
Núverandi blótsyrði: sjæse
Núverandi msn manneskjur: Elísabet og Finnur
Núverandi desktop mynd: af ísafirði
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: að þykjast læra, en enda örugglega á að spila eða gera eitthvað sem er gjörsamlega óskylt lærdómi
Núverandi manneskja sem ég er að forðast: skólayfirvöld hérna
Núverandi hlutir á veggnum: myndir af vinum og kunningjum

jæja þar er það komið, þetta ber kannski smá vott af skapi mínu akkúrat núna, en svona er það bara. Ég ætla nú ekki að hafa þetta mikið lengra í bili en vill samt óska afmælisbörnum dagsins Önnu Fíu og Eyrúnu til hamingju með daginn.

auf widersen...

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

5:37 e.h.  
Blogger Hafdis Sunna said...

Skíta skíta, haha, ég hef aldrei heyrt þig pirrast svona mikið yfir e-u Halldóra happí happí.

Vonandi er þetta bara stundarpirringur og skólinn ekki eins slæmur og lesningin gaf til kynna.

:)

8:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég kommentaði víst! kíktu bara á myndina af þér með bjórinn :-)

11:00 f.h.  
Blogger Halldora said...

Já ég tek það ekki með þar sem ég veit að þú skoðaðir bloggið það oft.

4:37 e.h.  
Blogger Halldora said...

Já ég tek það ekki með þar sem ég veit að þú skoðaðir bloggið það oft.

4:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er þetta Halldóra. það gengur ekki að fjölga commentum með því að skrifa þau öll sjálf. :D

10:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home