miðvikudagur, október 05, 2005

Alltaf jafn óheppin!

Hellú góðir hálsar, akkúrat núna eru aðeins 68 klukkustundir þar til við fimm fræknu munum hefja flugtak (eða reyndar flugmaðurinn sér víst um það) frá keflavíkurvelli á leið í hina ævintýralegu ferð okkar út í hinn stóra heim. Spenningurinn er orðin mikill þrátt fyrir miklar annir í skóla og eru ýmsar pælingar komnar upp varðandi ferðina, sumar skrýtnari en aðrar. Eftir mikin lærdóm undanfarna daga virkar heilinn ekki sem skyldi og sumar setningar sem koma upp úr manni meika ekki allveg sens. Í gær vorum við nokkur að læra saman og ég er að ræða um ferðina við Brynju þegar smá pása kom á lærdóminn og er að segja henni mínar helstu pælingar þessa daga, sem eru í hvaða fötum ég ætti að fara út, semsagt ferðafötin, skipta gríðarlegu miklu máli! Svo allt í einu kom þessi setning út úr mér "ég get bara ekki ákveðið mig hvort ég eigi að fara í skóm eða pilsi" og svo hélt ég bara áfram að tala án þess að taka eftir neinu, en þá stoppaði Brynja mig, en auðvitað meinti ég buxum eða pilsi. Ok þetta var mun fyndnara þegar þetta gerðist en ég get enn hlegið að þessu:) Og ég veit að allir lesendur bíða spenntir að vita hvort ég vel, þá verð ég að hryggja ykkur með því að ég er ekki búin að ákveða hvort ég fari í skóm eða pilsi!!
En í allt aðra sálma, sem koma ferð minni ekkert við en sýnir vel hvað ég er utan við mig og alltaf jafn óheppin. Í gærkvöld eftir lærdóminn ákvað ég aðeins að hreinsa til í kringum mig, en herbergið var eins og eftir fellibylinn katarinu (eða hvernig sem það er skrifað) og þar sem ég er búin að lána afnot af herberginu á meðan ég er úti( varð auðvitað að koma ferðinni að). Þegar ég er búin að hreinsa allt draslið á sinn stað ákvað ég að sópa aðeins yfir gólfið, svo þegar ég er búin að sópa labba ég með sópinn inn í eldhús og BÚMM, herbergið lokast og ég læst úti klukkan hálf tólf á náttfötunum. Geðveikt skemmtilegt eða þannig, nú ég fékk að hringja hjá sambýlingunum og ekki var svarað í vaktsímann góða, þannig að nú voru góð ráð dýr. Nú þá var það bara að skoða gluggann, og við Hanna, sem er einn af sambýlingunum, skelltum okkur bak við hús (ég vopnuð hníf, því það er ekkert skrúfujárn til á heimilinu) að glugganum mínum, sem var nú engin hægðarleikur þar sem allt er sundurgrafið hérna hjá húsinu og óðum við drullu nánast upp að hnjám til að komst að glugganum mínum. Sem betur fer var hann opin (sennilega er það ástæðan fyrir því að hurðin lokaðist, gegnumtrekkur)og ég þurfti ekki að beita hnífnum og Hanna skreið inn um gluggan og opnaði fyrir mig. Eftir þetta ákvað ég að hætta öllum þrifum og fara bara að sofa.
jæja þannig var nú það, skemmtilegt ekki satt!!!´
Ég ætla að láta staðar numið hér eftir þetta skemmtilega blogg og fara að gera e-ð af viti eins og að læra, ekki þrífa!
auf widersen....

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flocking To A New Browser
Some buzz is building around Flock, a web browser built with blogging and social networking in mind.
www.refinancegroup.net is the best place in the Uk for a secured home loan. Anyone may apply even with bad credit as we will source the best bank loan product for you, apply online today for a quick reply.

11:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá skemmtilegt kommentið hér á undan mér! :)
Góða ferð í útlandið.. væri ekki leiðinlegt að geta hitt á þig.. en held að Íslandsbanki yrði ekki ánægður með mig þá..! Mér fannst nú soldið fyndið að þú skildir læsa þig úti.. hehe!

8:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og já.. þetta var bara ég.. Anna Ess.. gleymdi alveg að minnast á það!

8:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú veist hvert þú getur komið ef að vaktsíminn er á tali, þú læst úti á náttfötunum og ef að Halla er ekki heima......skemmtu þér þrusu vel í útlandinu, alveg fyrir mig líka

11:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home