laugardagur, apríl 16, 2005

Prófin loks á enda!

Helló fólk
jæja nú eru prófin loks á enda, eða allavega fyrri hlutinn, þar sem ég er nokk viss um að ég þurfi að taka eitt, tvö eða jafnvel þrjú aftur ef illa fer um miðjan mai. Já þetta fór ekki allveg nógu vel, ég held að ég hafi allavega náð tveim, en klúðraði tveim algjörlega með einhverri óþarfa vitleysu og eitt sem ég hef ekki hugmynd um hvernig gekk. Já en þessu verður ekki breytt úr þessu. Þá er það bara missóið, sem hefst á mánudag. Við erum komin með þetta fína verkefni sem verður örugglega hið skemmtilegasta og er ég farin að hlakka til.
Það er hin fínasta afslöppunarhelgi núna hérna í bústaðnum, akkúrat núna í augnablikinu eru tæjurnar mínar að elda og þrífa fyrir mig, gott að hafa svona tæjur. Nú eðalskvísurnar Sigrún og Arndís Rán eru á leiðinni þannig að hér verður glens og gaman í aften.
Loksins komið á hreint hvernig sumarið verður hjá mér, en á tíma leit út fyrir að ég þyrfti að eyða því í borginni en allt endaði nú í goddí og ég verð í faðmi fjalla blárra á hótel múttu. Verst er að ég er búin að missa golffélaga minn í borg óttans (verð samt pottþétt orðin betri en hann eftir sumarið) þannig að hér með óska ég eftir golffélaga fyrir sumarið!
Þar sem myndavélin mín fór í smá ferðalag til spánar hef ég engar myndir að setja inn en aldrei að vita nema þær komi fljótlega.
Jæja best að fara að athuga hvernig tæjurnar eru að standa sig,
auf widersen..........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home