mánudagur, nóvember 22, 2004

komin aftur í sæluna!!!!

já góðir hálsar, þá er mar mættur aftur í orlofshúsið mikla, þar sem allt annað en orlof fer fram! kom aftur á sunnudag eftir góða ferð á heimaslóðirnar sem var náttúrulega bara snilld, enda aldrei neinn svikin af því að fara á hótel mömmu.
Ekki varð nú mikið úr próflokafögnun hjá mér fyrir westan enda var ég aðallega að hlaða batteríin eftir prófin og tókst það nokkurn vegin.
Föstudagurinn tekin snemma og fór ég og hitti Hadda bæjó út af missó og var það bara mjög fínt, var reyndar soldið þreytt en held ég hafi fengið það sem ég vildi út úr viðtalinu, nú er ég miklu fróðari um kennaraverkfallið út frá sveitafélagssjónarmiðum (vá hvað þetta er nú asnalega orðað). Svo var það bara hairdo og augu, kíkti á Esther og co, hjálpaði múttu með einhverja veislu og svo auðvitað IDOL hjá Sollunni, elduðum þennan fína mat en mín var orðin soldið sybbin þegar leið á kvöldið og var komin ansi snemma heim.
Laugardagurinn, Esther kom í lit og klipp, skellti mér svo í neglur og endaði svo daginn á að kíkja aðeins á hinn stílistann, bara aðeins til að hjálpa til með stílinn fyrir kvöldið en hún var á leið í ammæli og ekki gat ég látið hana fara svona ótilhafða!!!!!
svo var það bara flug á sunnudaginn með mínum ofurskemmtilega ferðafélagal, Flosa og stóð hann sig eins og hetja alla leiðina, bara gaman að ferðast með svona gæjum.
versl í bónus og brun í Borgarfjörðin því stefnan var sett á matarboð, en vegna óviðráðanlegra orsaka varð að fresta því þanngað til í gærkveldi og var þá bara farið snemma í háttinn á sunnudag enda strembin vika framundan.
Byrjuðum að missó í gær og enduðum svo daginn í pottinum hjá okkur og var það bara snilld:


smá snjóslagur í pottinum, aðeins að kæla fólk niður fyrir komandi átök, sumir voru meira hot en aðrir!!!

svo er það bara ok djamm í borginni á helginni, enda er stefnan að vinna verkefnið í borginni á fimmtudag og fram yfir helgi þannig að það verður sko gefin smá tími til að djamma. reyndar er mor & far á leið í borgarferð, ætli mar reyni ekki að hitta aðeins á þau.

jæja þá er best að halda áfram vinnunni, þýðir ekkert hangs...
until later.....

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hl gella, ég vildi bara kvitta fyrir mig og þakka kærlega fyrir hairdoið á laugardaginn.....þetta kallast sko lúxus að fá þig í kaffi og fá svo bara heljar greiðslu í staðinn....Knús frá mér og gangi þér vel í missó....bara stuð í því....og btw hinn stílistinn er barasta að vinna í þessari viku.....bara svona leggja blessun mína yfir jólastússið...he he
Hinn stílistinn....

12:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sæl og blessuð Halldóra mín, finnst eins og ég hafi ekki séð þig í áraraðir.... fór á síðuna þína í gegnum hana lellu litlu í útlöndum og er orðin geðveikt forvitin...Hvað er þetta missó???? Haddi bæjó og allir í málinu, greinilega eitthvað mjög merkilegt og allir virðast vita hvað þetta er....
kv.
Kiddý

1:11 e.h.  
Blogger Halldora said...

sælar Kiddý, gaman að heyra frá þér.
hið alræmda missó er misserisverkefni sem 1 og 2 árs nemar vinna saman í hópum, þetta er svona skýrsla sem er gerð um e-ð ákveðið mál eða verkefni og í okkar tilviki er það um verkföll, samanburður á verkfalli opinbera starfsmanna og almennra, og notum við kennaradeiluna sem nokkurskonar rannsóknarspurningu, "er kennarastéttinni kannski betur komið hjá ríkinu en sveitarfélögunum?". vorum einmitt að koma úr viðtali við Eirík hjá kennarasambandinu áðan og svo er það fjármálaráðuneytið á morgun, brjálað að gera í bransanum. Svo eru málsvarnir í des í þessu, brjálað fjör.
vona að þetta skýri eitthvað fyrir þig Kiddý mín og vonandi sé ég þig einhverntíman fljótlega!!!!

3:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jii... ég vona að Eiríkur hafi verið hress, var hann í leddaranum? Gangi þér vel með missóið og við hittumst kannski um hátíðarnar :o)
kv.
Kiddý

6:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hellú gella, það er greinilega mikið að gera í missó hjá þér....en maður getur þó fylgst með á msn hvað þú ert að baxa við hverju sinni.....langaði bara að kasta á þig kveðju....
Hinn stílistinn

4:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home