fimmtudagur, október 21, 2004

long time no blogg!!!!

Jæja þá gefur maður sér loksins tíma til að líta upp úr skruddunum og blogga. Veit að margir bíða spenntir eftir framhaldi af músarsögunum ofurspennandi.....
Nú eins og ég sagði í síðasta bloggi frá Íslandi þá kom hérna maður á fimtudaginn og lokaði fyrir tvo göt og vorum við mjög sáttar og héldum að nú væri músarsögunum lokið fyrir fullt og allt en nei svo gott var það ekki.
Brynja var hérna ein heima alla helgina á meðan ég verslaði af mér allt vit í Ameríku en ég kem betur að því síðar(veit að allir bíða eftir músarsögunum ógurlegu), og vorum við búnar að ákveða að halda gildrunum á sínum stað, til að vera öruggar. Svo á sunnudagskvöldið eða nóttina reyndar þá sat Brynja hérna ein og heyrði allt í einu eitthvað hljóð og var þá ekki ein helvítis músin enn komin í bakkann, Brynja hetja tók Stíví litla upp og drekkti honum. Hitti svo á Sævar á mánudaginn og tók hann með sér hingað heim og lét hann gjörsamlega fylla upp í öll göt sem fundust í kjallaranum og bak við innréttinguna.
Við höfum ekki enn orðið varar við þessar elskur og vona ég innilega að þær séu bara farnar fyrir fullt og allt en þori ég samt ekki að fullyrða það fyrr en eftir allavega viku í viðbót.

Annars er bara allt gott að frétta héðan úr Stóru-skógum. Ameríkan var bara allgjör snilld og get ég sagt að ferðin hafi staðist allar væntingar sem við vorum búnar að gera okkur á þeim 5 mánuðum sem við erum búnar að bíða eftir þessari ferð. Atli frændi var notaður ansi mikið og vona ég bara að konurnar í Landsbankanum verði bara í góðu skapi þegar ég hef samband við þær um mánaðarmótin. Kannski soldið ýkt, ég var nú búin að safna mér aðeins.
En ég er ekki að grínast hvað allt er ódýrt þarna úti, fyrir utan puma skóna sem ég keypti mér og eina jólagjöf sem ég gef ekki upp hérna, kostaði ekkert meira en $40 sem eru ca 3000kr, þá er ég að meina stykkið, og keypti ég mér m.a 2 jakka, 5 pör af skóm (sem kostuðu samtals 14 þús, jafnmikið og aðrir pumaskórnir mínir kosta á Íslandi, fékk bara 4 pör í kaupbæti) 4 buxur og margt margt meira. Sumt meira nauðsynlegt en annað..
Wal Mart er sko mín verslun en ég missti mig allgjörlega þar og verslaði fyrir dágóða upphæð þar en mar fer nú bara einu sinni í Wal mart, þanngað til næst allavega.
Ferðasagan verður sett inn á SG bloggið þegar ég gef mér tíma til þess en þar er hægt að sjá meira hvernig ferðin var.
Brjálað að gera í skólanum, skila 4-6 bls ritgerð á mánudag um einhverja dóma mannréttindardómstólsins, hljómar skemmtó, ekki satt.
Svo er það bara frumsýning um helgina hjá brósa, trillurnar í bænum og eiga örugglega eftir að gera allt vitlaust ef ég þekki þær rétt. Blakmót á laugardaginn en ég næ bara einum leik ef ég verð með þar sem frumsýningin er svo snemma en ég ætla nú bara að sjá til hvað ég geri.
En jæja nú ætla ég að hætta þessu bulli enda allir löngu hættir að lesa.
until later.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home