föstudagur, nóvember 11, 2005

Viðskipta(lögfræði)jöfur

Halló allir
ég tók svona tröllapróf sem ég fann link á síðunni hennar Hafdísar og fékk þar staðfestingu á því að ég er nokkurnvegin í réttu námi. Ég er samt alls ekki sammála öllu sem stendur um viðskiptajöfratröllið, en hér kemur það:


Viðskiptajöfur


Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.

Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.



Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: "Peningana eða lífið!?" Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.



Það er toppurinn að vera í teinóttu.


Hvaða tröll ert þú?

en ég held að ég verði aldrei moldrík, þannig að ég verð greinilega bara staurblönk þar sem viðskiptajöfnuðurinn leggur allt undir.

en annars er allt gott að frétta héðan frá bifröstinni, alltaf nóg að gera í skólanum, ekki að spyrja að því og nú nálgast prófin óðfluga, aðeins rúm vika í að ég fari endanlega yfir strikið.

Ríkisgelluhittingur strax eftir próf í Bjarkarselinu, ekki seinna vænna þar sem stílistinn minn er að flytjast aftur til Ísafjarðar, þannig að ekkert varð af barnapössuninni né bíóferðinni sem við plönuðum. En ég á eftir að sakna hennar mikið, það er búið að vera frábært að gíra sig frá skólanum og kíkja í kaffi í selið.
En ég hlakka mikið til dagsins 25 nóv, en þá mun ég annað hvort vera mjög hress eða bara alls ekki hress, því þá mun ég klára erfiðasta prófið, sem er munnlegt próf í skattarétti.

Annars fékk ég næstum mitt fyrsta núll í vikunni, en það var tímaverkefni í stærðfræði í síðustu viku og get ég nú ekki sagt að mér hafi gengið neitt sérstkalega vel. Kom svo einkunnin inn á miðvikudagskvöldið og ég loksins þori að kíkja og þá stóð bara 0. Ég fékk náttúrulega SMÁ sjokk, enda þótt mér hefði gengið illa hélt ég að mér hefði ekki gengið svo illa, ákvað samt til öryggis að senda póst á kennarann til að tékka á þessu. Hann hringir svo í mig stuttu seinna og segir mér að verkefnið hefði ekki skilað sér og bað mig að senda það á pósti. Einkunnin kom svo stuttu seinna og var ég mjög ánægð þegar ég hækkaði úr 0 upp í 7,5 á nokkrum mín. Ég held samt að ég hafi aldrei náð að sofna um nóttina því ég var í svo miklu sjokki eftir þetta.

Svo er það bara blakmót á morgun, brottför klukkan 7:30 frá Útgarði 2, nýju búningarnir komu í hús í gær og þeir lúkka bara mjög vel og ég held að flestir séu ánægðir með þá, líka græningjarnir en það var ekki allveg samstaða innan hópsins með litavalið, og auðvitað vann blái liturinn því eins og súrsætar vita er blái liturinn bestur :)

en ég ætla að láta þetta gott heita í bili en aldrei að vita nema ég skelli inn einhverjum myndum af blakmótinu á sunnudag eða eftir helgi.

góða helgi allir til sjávar og sveitar!!

auf widersen...

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

5:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að fá þetta staðfest svona að vera í rétta náminu það eru ekki allir viðskiptajöfratröll :)
Gangi ykkur vel á mótinu á morgun
Bláir rúla :)
Kveðja
Katrín

8:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, ég er íþróttaálfur :-)spurning um að taka takkaskóna fram aftur fyrst ég er búin að fá þetta staðfest ...

1:14 e.h.  
Blogger Halldora said...

Bíddu Mattý, eru blakskórnir ekki nóg, við erum nú einu sinni að meika það í blakinu. Fyrsta silfrið komið í hús og næst verður það bara gullið, ekkert 20-21 kjaftæði meira.

2:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er rétt að blakið er loks að verða "keppnis" en fyrir íþróttaálf er ein íþrótt tæplega nóg .... Ég ætti kannski að taka upp enn fleiri íþróttir, ballet-taktarnir alveg að gera sig í blakinu

8:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home