jibbí jei!!!
Eins og ég segi, þá er það annað hvort allt eða ekkert hjá mér, ekkert blogg í marga daga og svo samdægurs eða tvo daga í röð.
Ég varð bara að skella hérna inn að ég náði öllum prófnum:)
Nú er ég orðin svona manneskja sem allir hata, sem er alltaf ótrúlega viss um að hún sé fallin í öllum prófum en nær svo bara með ágætis einkunnir. En ég hélt í alvöru að ég væri fallin í allavega einu eða tveim. En nei fékk meira að segja 8 í öðru prófinu, sem við erum að tala um að ég skrifaði mesta bull í raunhæfu verkefninum sem ég hef á ævi minni skrifað held ég. Það er þá möguleiki að ég verði góður lögmaður fyrst það kom svona gott úr þessu bulli og kennarinn sagði við mig áðan þegar ég var svo hissa á einkunninni og ég sagðist bara hafa bullað, að ég bullaði því bara út úr mér sem hann vildi fá fram. Hitt prófið sem ég var frekar örugg um fall með var svo bara 6,5. En miðað við gengið mitt í því, þá er ég mjög sátt. Við erum að tala um munnlegt próf og ég hef aldrei lent í því fyrr í munnlegu prófi að þorna svo mikið í munninum að ég gæti ekki talað. En allt fór vel að lokum og ég er bara nokk sátt.
Við vorum að klára skýrsluna til klukkan fjögur í nótt, þannig að það er ekki búið að vera mikið um svefn upp á síðkastið á þessum bænum. Svo er það bara að byrja að undirbúa kynningu á missó í dag, þar sem við erum kl 8:30 á miðvikudagsmorgun í vörninni (allir að senda mér góða strauma þá).
En ég ætla að hætta þessu monti í bili og reyna að leggja mig í smá tíma áður en næsta törn hefst.
ungrú glöð kveður að sinni
auf widersen...
7 Comments:
til hamingju með prófin!! og gangi þér vel í missó! :)
kv. solla
Til hamingju með þetta gella og gangi þér vel með rest!! Gott að fara á ísó um páskana og hafa engin próf hangandi yfir sér! Nú er það bara djamm, ég ætla ekki að klikka aftur:) síja...
Til hamingju með prófin kveðja Heiða
Ég sagði þér að ég myndi finna þig... hehe varð bara að láta þig vita að nú fylgist ég með ;) allavega hafðu það hrikalega gott um páskana...kveðja Dísa
Til hamingju með prófin sæta mín! Þú hefur nú alltaf verið svona síðan ég man eftir þér, að vera viss um að þú sért fallin í prófi en fá svo fína einkun...hehehe... :) Öfunda þig að vera fyrir vestan!
Kv. Elín.
WHY DID YOU NOT COME TO BOSTON? Buy me a flight to Iceland and I will come visit! Kathryn
er ekki kominn tími á bloggið góða eða hvað!!
ertu ekki annars í geim í sumarbústaðaferðina ennþá,ég og steinka fórum á kaffi parís í gær og fengum okkur crepes það var ekki gott, en erum búnar að ákveða svona næstum matseðilinn fyrir sumarbústaðaferðina, allavega crepes og eitthvað mexíkankst og grill!!
Skrifa ummæli
<< Home