fimmtudagur, janúar 05, 2006

jólafríið víst á enda:(

halló góðir hálsar og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Eins og kannski einhverjir tóku eftir þá klikkaði ég illilega á jólakortunum og vona ég að mér sé fyrirgefið og ég lofa að láta það ekki koma fyrir aftur.
Það er auðvitað ekki spurning hvað mar er nú duglegur að blogga, næstum mánuður síðan síðasta færsla var og auðvitað ýmislegt búið að gerast síðan þá:
-auðvitað fengum við málsvörn á fyrsta degi og hún gekk bara ágætlega.
-brunaði svo í bæinn á fimmtudag eftir málsvörn hjá sambýlingunum og tókst á einum og hálfum sólarhring að bræða hressilega úr visakortinu.
-út að borða með góðum vinkonum og kokteilasmökkun á sólon.
-veðurteppt í Reykjavík á laugardeginum, ótrúlegt en satt, og ég búin að fá ógeð á verslunum eftir útbræðinginn á visanu.
-næstum veðurteppt á sunnudeginu, eyddi hálfum deginum á flugvellinum og við Eyrún vorum að gera Torfa brjálaðann með röflinu í okkur.
-káta krullan tók til starfa 5 mín eftir lendingu á ísafirði enda heilum degi á eftir áætlun.
-kíkt á nýjasta nælonmeðliminn, enda búin að bíða spennt í viku.
-vinna á mánudag, verð að segja að ég er frekar fegin að vera hætt í hárgreiðslunni eftir þessa eina viku á stofu.
-vikan fljót að líða, náði tveim blakæfingum og alles.
-jólin, hafði það bara næs í faðmi fjölskyldunnar og að vanda spilað slatta.
-ball annan í jólum, stóð mig vel í drykkjunni og var bjóðandi fólki með í fyrirhugaða sumarbústaðarferð og bjóðandi sjálfum mér og öðrum í heimsóknir.
-afmælismatur, sumarbústaður, spil og aftur spil og auðvitað heimsóknir (maður verður víst að standa við loforð, þó þau séu gefin á djamminu og ekki má gleyma tímasetningunni 30. desember klukkan 20:15.
-vinna í ríkinu í nokkra tíma í geðveikinni fyrir áramót og að vanda var ég ekki að nenna að vinna í jólafríinu mínu.
-eitt stykki bíll keyptur, óséður af mér, en ég var með tvo fulltrúa í borginni sem sáu um það fyrir mig.
-edrú um áramótin að vanda, man ekki hvenær ég drakk síðast á áramótum. skemmti mér samt vel og verður að viðurkennast að fréttastofan, "það var mér sagt" hafi staðið sig með einsdæmum vel, hef sjaldan hlegið eins mikið yfir einum fréttatíma!
-nýja árið byrjaði með stæl, verkefni strax á 1 skóladegi, 2 jan og ég á ísó.
-komin aftur í skólann á nýja kagganum mínum og er það bara alls ekki svo slæmt.

jæja þetta var svona í grófum dráttum hvað hefur á mína daga drifið síðan síðast.
ég ætla bara að láta þetta duga í bili enda er þetta nú orðið heil ritgerð og allir sennilega búnir að fá nóg af lestrinum.

auf widersen...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home