sunnudagur, apríl 02, 2006

I´m alive!!

Halló allir,
já ég er víst á lífi en það er varla mikið meira.
Klukkan er núna hálf tólf á sunnudegi og aðeins níu og hálfur tími í að hryllingurinn skelli á, en þá koma einkunnirnar inn og þá kemur í ljós hvað ég þarf að taka mörg endurtektarpróf eftir páskana:(
En prófin gengu semsagt ekki sem skyldi, held að ég geti sagt án þess að ljúga að ég sé örugg með eitt próf, en svona lala með tvö og frekar viss um fall í tveimur. En þetta kemur víst allt í ljós í fyrró!
Við erum að leggja lokahönd á missó núna, búin með tvo breezera og svona stemmari sem fylgir þessu vanalega, það er slatti af fólki búið að fá sér eins og en öl í kvöld en þetta er allveg ekta hérna á sunnudagskvöldi fyrir missóskil að fólk sé gangandi um gangana með öl í hendi.
Missó verkefnið okkar varð heldur betur spennandi á mánudaginn síðasta þegar vefsíðunni sem við erum að gera verkefni um var lokað vegna fyrirspurna frá okkur og við fengum comment eins og "vitið þið hvað þið eruð að gera, það eru kosningar í nánd!" þannig að það er frekar gaman að gera verkefni sem hefur einhver áhrif. Vinnslan er líka búin að vera skemmtileg og við erum líka búin að vera ansi dugleg að gera eitthvað saman, elda og fá okkur í glas og fleira í þeim dúr.
Svo er það bara málsvörn á miðvikudagsmorgun og viðvera á fimmtudag og svo að bruna vestur á fim eða föstudag og þá er ég komin í "páskafrí" fram á annan í páskum, en líklega verður því eytt í lærdóm þar sem endurtektarprófin eru strax eftir páska. Ekkert djamm um páskana í þetta sinn.... djók en bara eitt djamm, spurning um hvort við Eyrún náum að gera re-match á ballið með svörtum fötum.
En ég verð víst að fara að gera eitthvað gagn hérna en það er verið að klára að ganga frá efnisyfirlitinu og svo á að reyna að prenta í síðasta sinn og síðasti yfirlestur og svo prent. Það verður sko geggjað að geta hneggjað þegar þessi skýrsla verður búin.
en ungfrú stressuð bíður að heilsa í bili
auf widersen...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home