föstudagur, nóvember 25, 2005

Darcy Tyler

Hellú, góðir hálsar

Take the Which Neighbour Are You? Quiz, hosted by Neighbours: The Perfect Blend.
You are Darcy Tyler!
Congratulations! You are Darcy Tyler! Bad to the bone, rotten to the core, you're Ramsay Street's very own villain, although these days you've mellowed out a bit. You like your women, you like your leather jackets, and you like your money.

Ég veit nú ekki hve mikið ég á að trúa þessum prófi, ég ætla nú rétt að vona að ég sé aðeins betur innrætt en Darcy Tyler, mér finnst hann nú bara vondur maður og er þetta mikið sjokk fyrir svona grannafan eins og mig.

Jæja þá er ég orðin sátt, búin í prófum og skattaprófið mitt hræðilega var bara rúllað upp. Ég er alltaf jafn heppin eins og eflaust allir vita og auðvitað lenti ég með þeim fyrstu, sennilega bara því ég var búin að óska mér að vera í seinna lagi. Það var því tekin bara eitt stykki "Brynja" á þetta hjá okkur Helga þar sem hann var strax á eftir mér, og ekkert sofið, bara lært alla nóttina. Við byrjuðum nú reyndar 6 saman klukkan fjögur í gærdag og svo klukkan tólf þá fór Óskar heim, um kl tvö fór Mundi heim og svo loks um fjögur á fóru Finnur og Brynja heim og við Helgi sátum bara tvö eftir, allir búnir að yfirgefa okkur. Enda vorum við mjög fyndin svona um sex leytið, þá vorum við orðin soldið þreytt og okkur var svo kalt og ég veit ekki hvað, við áttum svo bágt en við þrjóskuðumst í gegnum þetta og með smá aðstoð frá foreldrum mínum og einstaklingsrekstrinum hennar mömmu. Ég var semsagt að skýra út fyrir Helga hvaða skattahagræðing væri í því að fara úr einstaklingsrektri yfir í einkahlutafélag (boring i´know) og ég notaði foreldra mína sem skýringardæmi og þegar Helgi fékk verkefni um þetta þá sagði hann við prófdómarana: "já eins og mamma hennar Halldóru sem var hérna á undan hún er nú í rekstri og bla bla.." mamma allveg að meika það í skattaréttinum. Ég held allavega að prófdómararnir geta ekki gleymt mér þar sem hann Finnur þurfti að minnast á mig í prófinu sínu, e-ð með þegar ég var að vinna út í Noregi og hvernig fór með skattana þá, án þess að það kæmi námsefninu neitt við, TAKK FINNUR. Ég ætla ekki að tjá mig neitt um hin prófin en þetta var erfiðasta prófið og því miður bitnaði það aðeins á hinum prófunum en vonandi hefur engar alvarlegar afleiðingar.

En annars er nú lítið að frétta, auðvitað rúlluðum við blakmótinu upp og lenntum í 2 sæti og nýju búningarnir allveg að gera góða hluti, og vakti loftorku auglýsingin á rassinum mikla lukku. Ég er ekki ennþá búin að setja neinar myndir inn í tölvuna en kannski skelli ég einhverjum á netið í næstu viku.
Ég er komin í borgina og það er bara ljúf afslöppun núna, en ríkisgelluhittingur á morgun, byrjum í kringlunni í jólaverslinu og svo verður brunað á röstina og tekið gott kvöld. Ég ætla ekki að leiða huganum að lærdómi fyrr en á mánudagsmorgun en þá hefst missó og er hópurinn minn með afskaplega spennandi verkefni sem ég hlakka mikið til að vinna. Það verður ansi skrýtið að vera ekki allt gengið saman, en þó verður líka gott að vinna með nýju fólki.
Ég er búin að panta mér heim um jólin og fæ ég rúmlega tvær vikur í jólafrí á Ísafirðinum góða og hlakka ég mikið til enda er ég er ekki búin að fara þanngað síðan í byrjun okt.

En jæja ætla að fara út að snæða og svo er það Idol í kvöld og eflaust verð ég sofnuð snemma þar sem ekki hefur farið mikið fyrir svefni síðustu viku og hvað þá síðustu nótt. ég bið bara að heilsa að sinni og skelli inn einhverjum myndum í næstu viku.
auf widersen...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta mín. Til hamingju með að vera búin í prófunum! Gangi þér svo vel með missóið - þið rúllið þessu upp!

Sjáumst á Ísafirðinum góða.
Kv. frá Dublin,
Elín.

2:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kongrats með prófin og að þú sért eins og Darcy Tyler, piff, prófið er gallað en takk æðislega fyrir helgina, hún var algjört æði
Knús úr bústaðnum

10:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

piff... þetta próf er nú meira kjaftæðið, og sannar sig best í því að þú skulir vera Darcy - ég hef a.m.k ekki séð Darcy hliðina á þér enn ...

7:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home