fimmtudagur, janúar 18, 2007

VARÚÐ!!Virkilega LÖNG færsla á ári apans!

hallú allesúsmannen og gleðilegt ár.

Já ég veit að ég er ekki sú duglegasta að blogga frekar en fyrri daginn, en svona er þetta bara....
Nú aðalfréttin síðan síðast er auðvitað blessaða jólabarnið sem varð næstum því að nýársbarni, en snúllan kom í heiminn á annan í jólum og er að sjálfsögðu yndislegasta barn sem til er

Hér er hún u.þ.b. tveggja daga gömul.

Hún hefur ekki fengið nafn enn, þar sem foreldrarnir eru í einhverjum vandræðum með að finna það, en ég stakk nú upp á Petrólínu á laugardag, en ekki við góðar undirtektir en mun ég væntanlega kalla blessað barnið það þanngað til hún fær nafn til að reyna að pressa aðeins á foreldrana svo nafnið verður komið áður en ég fer hinum megin á hnöttinn.

Hér er prinsessan komin í alvöru prinsessukjól á gamlárskvöld

En svona frá síðast hefur nú ýmislegt verið brallað eins og fram kom í síðasta bloggi og ætla ég að skella inn nokkrum myndum, því eins og ég hef áður sagt, segja myndir meira en nokkur orð.
Hér koma nokkrar skemmtilegar af afmælinu hennar Brynju:







Svo var það hótel hekla en þar var farið í lazer tag

og það var sko alls ekki leiðinlegt, en ég læt nú vera að tala um villibráða”hlaðborðið” sem var svo í boði.

Nú helgina á eftir ( ég lifi sko bara á helgum eins og þið hafði eflaust tekið eftir) var það hátíðardinner LD3 sem heppnaðist líka svona vel og eiga margar góðar heiðurskonur heiður skilið fyrir planið á þessu, Sonja fyrir skipulagninguna og Guðrún, Kollý og Ása fyrir punktana sem gerðir voru um fólk. Bendi ég sem flestum á að kíkja á síðuna hennar Brynju til að lesa þennan skemmtilega annál sem gerður var, sem gæti reyndar falið í sér smá einkahúmor en engu að síður frábært hjá þeim stöllum.

Hér koma nokkrar myndir og vonandi sýna þær hvað þetta var geggjað kvöld og var þetta ekki slæmur endir hjá okkur sem erum búin að vera þarna í næstum þrjú ár (sumir lengur) saman í skólanum.











Nú ég kláraði svo bara minn tíma á röstinni og brunaði westur í sæluna með Kötunni minni og það var tekin góð afslöppunarhelgi á ísó, en svo tók við ritgerðarskrif og rækt... þangað til mér tókst svo skemmtilega að togna eða e-ð skemmtilegt í bakinu svona korter í jól, sem skemmdi allveg þorláksmessustemmarann hjá mér og ég varð bara að fara snemma heim úr bænum á þorlák, ekki sátt ég.
En jólin liðu að sjálfsögðu og kærar þakkir fyrir pakkana og kortin sem ég fékk en það var þó einn pakki sem stóð upp úr og það var frá Vallargerðishjúunum, og var það að mig minnir 10 eða 11 pakkar fyrir Kínaferðina mína miklu, og var mikið hlegið á mínu heimili þegar ég tók upp þann pakka.

Áramótunum var eytt í borginni og var það bara fínasta tilbreyting að mínu mati. Ég byrjaði svo að vinna í smáralindinni í fullri vinnu þann 3 jan og verð þar meira og minna (fyrir utan smá tíma við ritgerðarsmíði og rækt) þangað til ég fer út. ÚT segiði.... já ég geymi það besta þangað til í lokin, en loksins er komin tímasetning með kínaferðina okkar.. en ferðaplanið er loks komið á hreint. Við Brynja munum yfirgefa klakann þann 26. feb kl 7:15 og fljúga til Betu og Kallalands og lenda þar um 10:10. Nú kl:14:35 munum við skella okkur upp í lest til leeds að kíkja á Sellu frænku og Kristian og krassa hjá þeim í eina nótt áður en við höldum aftur til London. Skellum okkur á hótelið og thjillum eitthvað sniðugt á þriðjudeginum en á miðvikudeginum kemur svo restin af ferðafélögunum og við munum að sjálfsögðu gera e-ð skemmtó í london. Svo er það stóri dagurinn...en þann 1 Mars kl 14:30 förum við í flug til Kína sem er by the way ca 12 klukkutímar og munum við lenda í Shanghai þann 2 mars kl 9:45 að staðartíma og þá hefst ævintýrið. Semsagt mikið búið að vera að plana og eitthvað eftir, samt misskemmtilegt, en ég á t.d. að fara í sprautuR á næsta þriðjudag og bíð þvílíkt spennt eftir því, sérstaklega þar sem ég þarf sennilega að fara tvisvar aftur áður en ég fer út...en hvað leggur mar ekki á sig.
Heimferðin er svo plönuð 13 júní og þá er stóra spurningin hvað tekur við þá????
Ég þykist nú vera soldið skipulögð eða svo hefur mér verið sagt, og vill helst skipuleggja mig soldið fram í tímann, en svo skjóta nýjar hugmyndir upp kollinum og ég veit barasta ekki í hvorn fótinn ég á að stíga hreinlega. Þannig er ástatt fyrir mér núna og ég snýst eiginlega bara í hringi og ég vil helst ákveða þetta í gær, ekki seinna, en svoleiðis virkar það ekki og ég þarf bara að fara að leggjast undir feld með þessar pælingar mínar....

En þetta er basicly hvernig líf mitt er búið að vera síðan síðast..spennó....eða kannski ekki!!
En þetta er allavega met ef einhverjir eru enn að lesa og vil ég óska þeim hjartanlega til hamingju með að hafa komist í gegnum þetta bull mitt.

Auf widersen....

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ ég nennti að lesa:) Alltaf gaman að skoða myndablogg! Ég treysti á að þú komir í sumar en ég ræð víst ekki öllu því miður!!:(

7:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla :-)
Góða ferð til Kína ef ég hitti þig ekkert áður en þú ferð, annars finns mér vera skyldumæting í meira blak fyrst ég gat ekki mætt síðast ;-)

8:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott blogg.. sjúklega spennandi tímar framundan :) maður er ekkert spennur eða neitt....

11:46 f.h.  
Blogger Hafdis Sunna said...

Til hamingju með litluna og Kína, þetta verður rosalegt.

1:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home