miðvikudagur, júní 14, 2006

Smá update... með myndum...

Jæja jæja, orðatiltækið betra er seint en aldrei á víst vel við núna:)
Í síðasta bloggi "lofaði" ég bloggi eftir tvær vikur en ekkert gerðist og sjálfsögðu er til eðlileg skýring á því: í hinum tveim fögunum sem ég tók á sumarönninni voru engin lokapróf, heldur voru þetta próflausir áfangar, þar af leiðandi þurfti ég ekki að finna mér eitthvað annað að gera en að læra undir próf og því bloggaði ég barasta ekki neitt. Að sjálfsögðu var ég mjög upptekin af náminu eins og ég veit að þið trúið öll, en ég tel sjálfri mér allavega trú um það, ég er náttlega ekki nörd fyrir ekki neitt:)
Helgin á Blöndósi var náttlega bara snilld og að sjálfsögðu var skellt sér á Árbakkann þó saknaði ég Kötu og kaðlapeysunnar, en við frænsystkinin skemmtum okkur hið besta þetta kvöld.

Afskaplega góð mynd af okkur, Þórarinn, ég og Kiddi

Sumarönninni minni er að mestu leyti lokið, eða allavega þeim hluta sem ég er í skólanum og er ansi gott að vera komin í smá "sumarfrí" frá þessu öllu. Þó er ég fegin að ég dreif mig í þessu fög þar sem ég komst allavega að því að svona námsfyrirkomulag á ansi vel við mig, því einkunnirnar hafa ekki verið að verri endanum fyrir þessu fög og verð ég nú að monta mig af því að ég fékk mína fyrstu 9,5 núna. Veðrið í mai var ekki til að skemma fyrir og gerðum við útgarðsliðið ýmislegt okkur til skemmtunar. Skelli hérna inn nokkrum myndum:
Fórum að stökkva af kletti í paradísarlaut í frábæru veðri,vatnið var reyndar í kaldara lagi en þetta var frekar geggjað.

Ingvar að stökkva

Helgi stökk með tilþrifum

Finnur líka, ég er að reyna að mana mig upp í að stökkva...

Loksins þorði ég og sá ekki eftir því

Afmæli Ingvars, lokablakpartý og eigtees ball:

Afmælisbarnið með smá ræðu eftir stórfengilegan afmælissöng, skil ekki allveg hvað við erum að gera í blakinu, ættum frekar að stofna kór

Það er eins og mig minnir að þessi mynd hafi verið sviðsett, en þó þarf það ekki að vera þar sem Ingvar var mjög hress þetta kvöld og sýndi góða takta á dansgólfinu með ákveðni manneskju...

Ég, Mattý og Hanna. Sjáið hvað við Hanna erum oboðslega "móðins" eitthvað við hliðin á Mattý:)

Hérna erum við sambýlingarnir í góðum gír, frekar fyndin mynd þó, Hanna í fýlu, ég er með sólheimabros og Ingvari líst greinilega ekki á ástandið á mér!
Daginn eftir geimið var svo geggjað veður og var dagurinn sko nýttur í blak og sundferð, ekki slæmur þynnkudagur það:)

Strandblak í þynnkunni, gæti ekki verið betra

Smá hvíld á milli leikja.

Ég ætla að láta þetta vera af update í bili en skelli inn einhverju meira við tækifæri og fleiri myndum, jú þar sem myndir segja meira en nokkur orð.

auf widersen... að sinni...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góðar myndir úr Borgafirðinum, hefði sko alveg verið til í strandblak.. Kveðja Brynja M

9:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

á ekkert að fara að blogga, er svona mikið að gera þarna vestur á fjörðum?
kv
stóri bróðir

4:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home