miðvikudagur, apríl 26, 2006

Byrjuð á þriðja ári í skúlen.

Helló góðir hálsar og gleðilegt sumar:)
Já ég er nú heldur betur ekki að standa mig í blogginu þessa dagana eða ég hef nú aldrei talist duglegur bloggari enda er nóg annað hjá mér að gera.
En nú gæti verið breyting á, allavega næsta mánuð þar sem ég fer í lokapróf á 2 vikna fresti og þá get ég örugglega lofað bloggi. Núna einmitt er ég að fara í próf eftir einn og hálfan sólarhring, og hvað geri ég þegar ég á að vera að læra? Nú auðvitað blogga ég fyrir alla aðdáendur síðunnar frekar en að vera skynsöm og læra undir prófið.

Annars verð ég að hryggja þessa fáu aðdáendur síðunnar að þeir fá ekkert meira slúður um Ásu og Dísu dóna þar sem þær hafa þefað upp síðuna mína en ég mun opna nýja síðu von bráðar þar sem ég læt allt flakka um þær stöllur og framhaldssagan heldur áfram:)En þar sem ég er nú að ræða um þær stöllur verð ég að minnast á að missóvörnin gekk snilldarlega og rúlluðum við þessu upp. Hér er hópmynd af liðinu sem var tekin eftir vörnina.

fyrst ég er nú byrjuð að setja inn eitthvað af myndum skelli ég tveim í viðbót úr missó:

Stjáni stórkokkur og haninn í hópnum að elda fyrir okkur, Ása var pínku smeyk við eldinn.

Dísa að blanda mojito, klikkar ekki í drykkjnum enda á hún Sam Malone´s Black Book

En ég er semsagt byrjuð á þriðja árinu í þessum blessaða skóla, ef svo má segja. Sumarlotan byrjaði strax eftir páska og núna er ég í snilldarfagi sem heitir hugverka og auðkennaréttur (hljómar geggjað spennó ég veit!) og að kenna svona í lotum er bara algjör snilld, allvega þegar svona skemmtileg fög eru, veit ekki allveg hvort ég myndi meika upplýsingatækni eða stærðfræði á hverjum degi í tvær vikur. En eins og ég sagði áðan þá er bara lokapróf í þessu fagi á föstudaginn og mar verður bara að massa það, þýðir ekkert annað. Svo er það bara ritgerðin, ritgerðarefnið er svona að koma, ætla að reyna að ná í skottið á kennaranum á morgun til að ræða það aðeins betur en ég þarf að skila umsókn um ritgerðarefni fyrir 9.júní og skila ritgerðinn sjálfri fyrir 4.des. Verður sko brjálað stuð í sumar að reyna að bögglast aðeins við þetta.

Skellti mér í bæinn í síðustu viku að kíkja á nýjasta súrsætumeðliminn og þetta er bara myndarstelpa að sjálfsögðu, skelli hérna inn mynd af henni enda splæsti hún á mig brosi aðeins 11 daga gömul.


Á sumardaginn fyrsta var opinn dagur hérna á Bifröst og það var sko aldeilis margt um manninn enda upplagt fyrir fólk úr borginni að skella sér smá rúnt upp í borgarfjörð til að fá að líta á hýbýli mín og annarra hérna á campus. En íbúðin okkar eða húsið eða hvað sem þetta kallast var víst til sýnist og mig grunar að margir hafi haldið að við heimilisfólkið höfum einnig verið til sýnis, þar sem við sátum mjög samvikskusöm inn í eldhúsi að læra (ég meina svona er þetta bara hérna á hverjum degi)! Eflaust fjölgar umsóknum í skólann vegna okkar enda reyndum við að brosa og vera kát með lífið á meðan fólk var að gramsa í herbergjunum og skápunum okkar.

Svo er það bara Blöndós city um helgina, ferming og sumarbústaður með familyjunni sem verður örugglega næs eftir þessa törn. Spurning um að rifja upp færeyskuna og kippa bleiku húfunni með, verst að kaðlapeysan kemur ekki enda verður hennar sárt saknað!

Sumarbústaður með anó gellum og fleiri um miðjan mai, vestur á ísó að vinna í nokkra daga og svo aftur hér á campus að klára síðasta fag mitt á sumarönninni og verð ég þá vonandi búin að ljúka 66 einingum við þennan skóla.

en til að mér takist að ljúka við þessar 66 einingar er víst best að snúa sér aftur að námsbókunum og hætta þessari vitleysu. En það verður ca 2 vikur í næsta blogg miðað við fyrri reynslu þannig að þið þurfið ekki að örvænta.

Ég var samt að fatta að ég gleymdi hreinlega að segja frá páskunum en ég lofa að bæta úr því eftir tvær vikur og skelli þá inn einhverjum myndum frá afmælinu góða sem var á föstudagskvöldið. Þið getið bara byrjað að hlakka til...

auf widersen....

ps. er búin að henda inn eitthvað af nýjum myndum, einhverjar reyndar "fengnar að láni" þar sem myndavélin mín er búin að vera eitthvað ófélagslynd upp á síðkastið.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nei bara bloggerí! litla dúllan er bara alveg eins og bróðir sinn, algjör dúlla!!jæja gella gangi þér vel í prófinu, sjáumst hressar um miðjan maí
anókveðjur
solla sem býr í tómu húsnæði!!

12:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha já nei nei slúðraðu bara... við Ása erum svo sterkar sálir ;) svo höfum við svo helv.... gaman af slúðri.. tíhí

Kv. Dísa

9:40 f.h.  
Blogger Halldora said...

svei mér þá, til hvers er maður eiginlega að böglast við að vera í skóla ef mar getur svo fegnið þessar blessðar gráður bara á tveim vikum! ég er að hugsa um að hætta sem snarasta í skólanum og hringja í þetta númer:) NOT

2:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hún á ammæli í dag, hún á ammæli í dag hún á ammæli hún halldóra hún á ammæli í dag!! veiveive
innilega til hamingju með daginn, vona að það hafi verið fjör hjá ykkur á laugardag
kv. solla bolla

12:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð snillingar. Oh hvað ég öfunda ykkur af strandblakinu ;-)

9:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home