fimmtudagur, desember 01, 2005

Tequila

halló allir,
þá er það staðfest:
You Are TequillaWhen you drink, you're serious about getting drunk!
You'll take any shot that's offered up to you...
Even if it tastes like sock sweat!
And you're never afraid of eating the worm.


ég sá þetta próf á síðunni hjá Katrínu (og Óla auðvitað) og varð að tékka á því hvort ég væri nokkuð bjór eins og hún, því allir sem þekkja mig vita að ég er nú ekki mjög hrifin af bjór. Ég get nú ekki sagt að ég sé eitthvað mikið hrifin af Tequila heldur, veit ekki einu sinni hvað er langt síðan ég fékk mér svolleiðis skot en kannski mar verður að skella sér á eitt slíkt fljótlega til að sanna þetta sniðuga próf.
Annars er missóið komið á fullt og skrifin byrjuð og það fer að koma mynd á þetta hjá okkur og svo er það bara fyrsti yfirlestur fljótlega eftir helgi þar sem næsta vika fer bara í lagfæringar og frágang.
Svo er það borgarferð á morgun, og vonandi verð ég ekki eins þreytt alla helgina í bænum eins og ég var á síðustu helgi, en ég er eiginlega enn að jafna mig á þessari prófviku from hell.
en well, mar verður víst að fara að hafa sig til fyrir blakið en við erum að fara upp á skaga að spila við liðin þar og það verður örugglega bara gaman. Myndirnar frá mótinu eru loksins komnar inn í tölvuna og verða settar á myndasíðuna fljótlega.
auf widersen......

ps: Er þetta ekki að fara að koma hjá þér Bubbulína mín??

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ekki mikið að gerast en vonandi þarf ég ekki að bíða í marga daga í viðbót. Vonum það besta :o) Gangi þér vel í missóinu...

7:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman að kíkja á síðuna hjá þér og taka e-r skemmtileg próf ;-)
ég er sex on the beach :-)

When comes to drinking, you like it to go down smooth.
You really don't like the taste of alcohol - just its effect on you.
So, you're proud to get drunk on fruity, girly drinks.
Because once you're liquored up, the fun begins!

6:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home