mánudagur, desember 12, 2005

AAAAllveg að koma jólafrí

Góðan daginn góðir hálsar.
ég vil byrja á því að óska þeim Bubbu og Atla til hamingju með prinsessuna sem fæddist á föstudagskvöldið. Það er greinilegt að þar er þrjóskt barn á ferð enda lét hún bíða lengi eftir sér spurning hvaðan það kemur, eitthvað rámar mig nú í að hafa þurft stundum að bíða eftir mömmunni, hmmm... skulum nú ekki fara nánar út í það en ég get ekki beðið eftir að komast heim á laugardaginn og kíkja á dúlluna.

En í annað, þá held ég að þessi skóli sé búin að breytast í nasistabúðir eða einhvað álíka. Núna í morgun var misserisskýrslunni skilað, eftir að hafa verið kláruð um miðnætti í gær, en það er víst bara vel sloppið því ég veit um ansi marga hópa sem eru búnir að vera að vinna í alla nótt. Svo er það bara bið eftir því hvenær við lendum í málsvörn og viðveru en það verður ekki uppljóstrað fyrr en um miðjan dag í dag. Fyrsta málsvörnin byrjar svo væntanlega kl átta í fyrramálið og miðað við mína heppni ætla ég að gera ráð fyrir að vera þá en óskatímasetning mín er viðvera á morgun og málsvörn á miðvikudag og þá jólafrí á miðvikudag. En versta staðan er málsvörn á morgun og viðvera á föstudag, sem sagt hanga hérna miðvikudag og fimmtudag að gera ekki neitt. En þetta kemur allt í ljós í dag og þetta er bara eins og hapdrættisvinningar þegar tímaplanið kemur.
Einkunnirnar fyrir prófin eru loks komnar eftir að kerfið hrundi í morgun og held ég að refresh takkarnir hafi verið ansi oft notaðir á mörgum stöðum í morgun. Útkoman hjá mér var ásættanleg, ég náði allavega öllu og prófið sem ég kveið mest fyrir, munnlegi skatturinn var bara heil 9 hjá mér. Þannig að ég er bara sátt við það og því skipta hinar einkunnirnar mig ekki eins miklu máli en þó hefði allveg verið gaman að hafa þær hærri en það þýðir víst lítið að gráta Gvend bónda eða eitthvað svolleiðis.
Ísó písó svo á lordag, það verður nú gaman að koma heim enda langt síðan ég var það en stefnan er að reyna að gera e-ð skemmtilegt í bænum á föstudagskvöldið, konfektgerð hjá súrsætum eða eitthvað.

en jæja þá er best að fara að gera eitthvað í þessari kynningu þar sem spennan er of mikil fyrir legg, ég sef bara milli jóla og nýárs.

auf widersen...

ps: myndirnar frá blakmótinu eru komnar inn, en ég veit ekki hve gaman fólk hefur af þeim, þar sem þetta eru nær eingögnu myndir af blaki, en ekki hvað!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

innilega til hamingju með prófin!!!
fer heim á fimmtudag, er eitthvað djamm heima á laugardaginn þgar þú kemur!!
var annars að hugsa um að panta mér tíma hjá kátu krullunni! :)
sjáumst fyrir vestan
solla stúdent! :)

12:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Min kaera! Til hamingju med ad hafa nad ollu og thad orugglega med soma! Thu ert svo klar kona :) 9 i profi sem thu kveidst mest fyrir...iss!!!

Sjaumst fljott a firdinum goda. Get ekki bedid og er komin thangad nu thegar i huganum :)

Kv. fra Dublin,
Elin.

6:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er það... er ennþá aaaallveg að koma jólafrí????

11:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta var bara ég.. Anna Ess.. :)

11:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home